All posts filed under “Náttúran

Víti (N14)

GPS: 65.04708 -16.72347 Víti er stærsti sprengjugígur í Öskju og um 60 metra djúpur og 300 metrar í þvermál. Hægt að baða sig en vatnið í gígnum er ríkt af brennisteini. Vatnið er misheitt, 20–60 °C. Mikill hiti getur verið í leðjunni við austurbakkann sem […]

Pollurinn (N13)

GPS: 65.64908 -23.89448 Pollurinn er uppi í hlíðinni nokkru utan við kauptúnið Tálkafjörð, við veg númer 617. Litil búningsaðstaða er á staðnum. Fallegt útsýni er úr pottunum yfir fjörðinn.

Laugarfell (N11)

GPS: 64.88563 -15.35233 laugarfell.is Tvær heitar náttúrulaugar eru í Laugarfelli en nafn staðarins er dregið af þeim. Laugarnar eru fallega hlaðnar sem gefur þeim mikinn sjarma. Í fjarska blasir fjallið Snæfell við og útsýni úr laugunum er mjög fallegt. Í gömlum heimildum er talað um […]

Laugafell (N10)

GPS: 65.02747 -18.33200 Aðdráttarafl Laugafells felst í heita vatninu sem þar sprettur upp en öll hús á svæðinu er hituð upp með því. Heitustu uppspretturnar eru tæplega 50 °C. Laugafell er á hálendinu við veg númer F752. Laugafellslaug er frá 1976 og er hlaðin úr […]

Landmannalaugar (N9)

GPS: 63.99193 -19.06188 http://www.landmannalaugar.info Landmannalaugar liggja að Fjallabaki og eru einn þekktasti ferðamannastaður Íslands og án efa mest sóttu náttúrulaugarnar. Hægt er að fara í Landmannalaugar með því að fara Fjallabaksleið nyrðri eða um Landmannaleið. Laugarnar eru mjög stórar, rúma stóra hópa af fólki og […]

Kvika (N8)

GPS: 64.16238 -22.00827 Kvika er er í fjöruborðinu á norðanverðu Seltjarnarnesi og er líklega minnsta laug landsins, einskonar fótabaðslaug; 80–90 cm í þvermál og 25–30 cm djúp. Laugin er ekki náttúrulaug, heldur er hún listaverk sem var hoggið í stein af myndlistarkonunni Ólöfu Nordal. Kvika […]

Klambragilslaug (N7)

GPS: 64.04858 -21.22253 www.icelandactivities.is Klambragilslaug er í Reykjadal inn af Hveragerði. Fyrirtækið Iceland Activities bjóða upp á gönguferðir um svæðið. Nauðsynlegt er að vera vel skóaður á göngunni. Svæðið umhverfis laugina er alveg einstakt.

Kerlingarfjöll (N6)

GPS: 64.67358 -19.29342 www.kerlingarfjoll.is Í Kerlingarfjöllum er laug sem reist var í kringum borholu sem átti að nýta til húshitunar á svæðinu. Laugin er með hlöðnum veggjum úr hellugrjóti og er 2 x 4 metrar og rúmar u.þ.b. 10–15 manns. Engin búningaaðstaða er á svæðinu […]

Hveravellir (N5)

GPS: 64.76623 -19.55380 hveravellir.is Hveravellir er jarðhitasvæði norðan undir Kjalhrauni, eitt af stærstu hverasvæðum landsins. Frægasti útilegumaður Íslands, Fjalla Eyvindur, dvaldist þar um skeið ásamt Höllu konu sinni. Á Hveravöllum er að finna náttúrulegan heitan pott sem var friðlýstur 1960.

Hörgshlíðarlaug (N4)

GPS: 65.83102 -22.62888 Hörgshliðarlaug er lítil manngerð laug sem við sjávarmálið í Mjóafirði á Vestfjörðum, við veg númer 633. Laugin er 2 x 6 m metrar og 0,8 metra djúp. Vatnið er um 40 °C heitt. Hörgshlíðarlaug er í eigu ábúenda á Hörgshlíð og gott […]