GPS: 64.16238 -22.00827
Kvika er er í fjöruborðinu á norðanverðu Seltjarnarnesi og er líklega minnsta laug landsins, einskonar fótabaðslaug; 80–90 cm í þvermál og 25–30 cm djúp.
Laugin er ekki náttúrulaug, heldur er hún listaverk sem var hoggið í stein af myndlistarkonunni Ólöfu Nordal.
Kvika er ekki langt frá Gróttuvita, sem er afar vinsælt útivistarsvæði. Eftir góðan skokkrúnt um Gróttu og Seltjarnarnesið er tilvalið að að hvíla lúin bein í Kviku, og teyga að sér sjávarilminn.