Laugarfell (N11)

Heitar laugar, Náttúran

GPS: 64.88563 -15.35233

laugarfell.is

Tvær heitar náttúrulaugar eru í Laugarfelli en nafn staðarins er dregið af þeim. Laugarnar eru fallega hlaðnar sem gefur þeim mikinn sjarma.

Í fjarska blasir fjallið Snæfell við og útsýni úr laugunum er mjög fallegt.

Í gömlum heimildum er talað um að lækningarmáttur sé í heita vatninu í Laugarfelli.

Það er fátt yndislegra en að slaka á í laugunum eftir göngu- eða skoðunarferðir dagsins og njóta kyrrðar og friðsældar sem einkennir hálendið.