GPS: 63.99193 -19.06188
http://www.landmannalaugar.info
Landmannalaugar liggja að Fjallabaki og eru einn þekktasti ferðamannastaður Íslands og án efa mest sóttu náttúrulaugarnar. Hægt er að fara í Landmannalaugar með því að fara Fjallabaksleið nyrðri eða um Landmannaleið.
Laugarnar eru mjög stórar, rúma stóra hópa af fólki og hitastigið er á bilinu 34–41 °C. Engin aðstaða er til fataskipta, en timburgöngustígur liggur að skála Ferðafélags Íslands, þar sem er hreinlætisaðstaða.