Laugafell (N10)

Heitar laugar, Náttúran

GPS: 65.02747 -18.33200

Aðdráttarafl Laugafells felst í heita vatninu sem þar sprettur upp en öll hús á svæðinu er hituð upp með því. Heitustu uppspretturnar eru tæplega 50 °C. Laugafell er á hálendinu við veg númer F752.

Laugafellslaug er frá 1976 og er hlaðin úr torfi og grjóti. Laugin er nokkuð stór og rúmar tugi manns. Hitinn í henni er á bilinu 33–38 °C og þar sem hún er dýpst er hún um einn og hálfur metri.

Þar er alger draumur að skríða í ylinn eftir skemmtilegan dag á fjöllum.