All posts filed under “Uncategorized @is

Siglufjörður

Siglufjörður, er annar tveggja byggðakjarna Fjallabyggðar. Siglufjörður er nyrsti kaupstaðurinn á Íslandi. Fáir bæir á Íslandi eiga sér jafn viðburðarríka sögu og Siglufjörður. Gengi fiskveiða og sjávarútvegsfyrirtækja hefur risið og hnigið á víxl og staðurinn ýmist gleymdur eða víðfrægur. Þjónusta við ferðamenn hefur aukist á […]

Reykholt

Reykholt, einn frægasti sögustaður á Íslandi vegna Snorra Sturlusonar (1179-1241). Hann bjó í Reykholti frá 1206 og var veginn þar 1241. Kirkjustaður, prestssetur og og menningar- og miðaldasetur. Reykholtskirkja, hin eldri, var reist á árunum 1886-87. Form kirkjunnar er undir áhrifum frá Dómkirkjunni í Reykjavík. […]

Mývatn

Mývatn, meðal stærstu vatna á Íslandi 36,5 km2 í 277 m hæð y.s., mjög vogskorið, skipt af töngum í tvo flóa, Ytri- og Syðriflóa, fremur grunnt (meðaldýpi 2,5 m, dýpst 4,5 m), mikið af kísilþörungaskeljum (kísilgúr) í botni. Fjöldi eyja og hólma, margir gervigígar, gróður […]

Möðrudalur

Möðrudalur, á Efra-Fjalli, liggur hæst bæja á Íslandi, 469 m, og lengst inni í óbyggðum. Landrými geysimikið. Sauðlönd mikil og góð enda hefur verið þar stórbú um aldir. Prestssetur var þar fyrrum og kirkju staður. Núverandi kirkju reisti Jón A. Stefánsson (1880 -1971) bóndi þar […]

Látrabjarg

Látrabjarg, 14 km langt bjarg með mestu fuglabjörgum jarðar. Enn er sigið þar eftir eggjum en fuglatekja lagðist af árið 1926. Við bjargið hafa orðið nokkur sjóslys. Hæst er bjargið 441 m á Heiðnukinn austan við Saxagjá. Austan við Heiðnukinn er Djúpidalur, Kyngjulönd og Geldingsskorardalur, […]

Kerið

Kerið, 55 m gígur, djúpur með vatni í botni, í hólaþyrpingu er nefnist Tjarnarhólar, um 3000 ára gamalt. Kerið er friðlýst. Það er gömul sögn að þegar vatnsborð hækki í Kerinu lækki í sama skapi í tjörninni uppi á Búrfelli í Grímsnesi og öfugt. Eldfjallafræðingar […]

Ísafjörður

Ísafjörður, höfuðstaður Vestfjarða stendur við Skutulsfjörð. Áður hét bærinn Eyri og allt fram á seinni hluta 19. aldar stóð þar samnefnt prestsetur. Samkvæmt Landnámu, reisti Helgi Hrólfsson bæ sinn á eyrinni og gaf firðinum nafnið eftir að hafa fundið skutul rekinn í flæðarmálinu. Bær hans […]

Húsavík

Húsavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1950. Aðalatvinnuvegir eru sjávarútvegur, ferðaþjónusta auk verslunar og þjónustu. Fyrsta kaupfélag landsins Kaupfélag Þingeyinga stofnað 1882 hafði aðsetur á Húsavík. Jarðhiti er mikill í nágrenni Húsavíkur og ýmsir framtíðarmöguleikar, atvinnulega séð, tengdir því. Hitaveita hefur verið starfrækt á Húsavík síðan 1973, […]

Hólar

Hólar, mesti sögustaður Norðurlands og segja Skagfirðingar enn „heim að Hólum“. Biskupssetur 1106-1798, latínuskóli frá siðaskiptum til 1802, prentsmiðja um sama tíma. Hólar var þá höfuðstaður Norðurlands. Margir merkismenn hafa setið þar á biskupsstóli, svo sem Jón Ögmundsson (1052?-1121) 1106-21, Jón Arason (1484-1550) 1524-50 og […]

Gullfoss

Gullfoss í Hvítá, einn af fegurstu fossum landsins, um 32 m hár í tveimur þrepum. Gljúfrið fyrir neðan Gullfoss um 70 m djúpt og 2500 m langt, stórfellt og fagurt. Fossinn er nú ríkiseign. Við fossinn veitingastaður og verlsun.