Kerið

Uncategorized @is

Kerið, 55 m gígur, djúpur með vatni í botni, í hólaþyrpingu er nefnist Tjarnarhólar, um 3000 ára gamalt. Kerið er friðlýst.
Það er gömul sögn að þegar vatnsborð hækki í Kerinu lækki í sama skapi í tjörninni uppi á Búrfelli í Grímsnesi og öfugt.
Eldfjallafræðingar töldu áður að Kerið væri sprengigígur. Sprengigígar verða til í sprengigosum sem mynda djúpa gígkatla. Aðrar rannsóknir í Grímsnesi hafa ekki leitt í ljós neitt gjóskulag sem hægt er að rekja til sprengigoss í Kerinu. Talið er að Kerið hafi upphaflega verið allstór gjallgígur. Það er ljóst að allt að helmingur Tjarnarhólahrauns hefur runnið úr Kerinu. Gígurinn eins og hann lítur út nú hefur sennilega orðið til þannig að undir lok gossins hefur lítil kvikuþró undir gígnum tæmst og hafi það haft hrun í för með sér.