Ísland er sannarlega land íss og elds. Í lok ágúst 2014 hófst gos inn á hálendinu langt frá allri byggð í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls. Gosið er það stærsta síðan 1783, þegar gaus í Lakagígum. Gos stóð í sex mánuði.
All posts filed under “Uncategorized @is”
Dyrhólaey
Einstakur höfði, 110 – 120 m hár, með þverhníptu standbergi í sjó. Suður úr Dyrhólaey gengur mjór klettatangi með gati í gegn og geta bátar siglt þar um. Dyrhólaey var friðlýst 1978. Umferð um Dyrhólaey er takmörkuð yfir varptímann.
Hólmavík
Stærsti þéttbýlisstaðurinn á Ströndum. Strandir eru órjúfanlega tengdar galdrafári 17. aldar og er þeirri sögu gerð frábær skil á Galdrasýningunni á Ströndum á Hólmavík.
Þingvellir
Þingvellir, merkasti sögustaður landsins. Þar var alþingi háð í nær níu aldir og þar gerðust margir örlagaríkustu atburðir þjóðarsögunnar. Þingstaðurinn var við norðurenda Þingvallavatns. Búðartóttir eru þar og í Almannagjá. Lögberg, merkasti staður þingsins, talinn hafa verið á austurbarmi Almannagjár.Falleg kirkja, reist árið 1859 er […]
Vatnshellir
Vatnshellir er hraunhellir í suðurhlíðum Purkhólahrauns undir Snæfellsjökli. Hraunið og hellirinn eru talin vera um 5-8000 ára gömul. Vatnshellir er um 200 m langur og þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Hellirinn hefur verið gerður aðgengilegur með hringstiga en umferð um hann […]
Skógar
Skógar, fyrrum skólasetur og höfuðból, kirkjustaður til 1890. Þar er byggðasafn Rangæinga og Vestur Skaftfellinga. Á sýningarsvæðinu er eitt af brúarhöfunum úr gömlu brúnni yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Brúin var vígð árið 2003 með sömu skærum, sem nú eru á safninu, og notuð voru 3. […]
Skaftafell
Skaftafell, vestasti bær í Öræfum, forn þingstaður Skaftfellinga. Þrenn bæjarhús standa hátt enda flutt upp á brekkurnar vegna ágangs Skeiðarár. Útsýni geysivíðsýnt og fjölbreytileg. Hringsjá á Sjónarskeri. Náttúrufar fegurra og marg breytilegra en víðast annars staðar, fjölbreytilegur gróður, skógar, fossar, gljúfur, fjöll, jöklar og dalir. […]