Reykholt, einn frægasti sögustaður á Íslandi vegna Snorra Sturlusonar (1179-1241). Hann bjó í Reykholti frá 1206 og var veginn þar 1241. Kirkjustaður, prestssetur og og menningar- og miðaldasetur.
Reykholtskirkja, hin eldri, var reist á árunum 1886-87. Form kirkjunnar er undir áhrifum frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 2001.
Héraðsskóli settur í Reykholti 1931, endanlega slitið 1997. Bygging skólans, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, er nú nýtt fyrir fundi og ráðstefnur og varaeintakasafn Landsbókasafns.
Reykholtskirkja-Snorrastofa reist á árunum 1988-2000. Kirkja vígð 28. júlí 1996 og Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur, stofnuð 1995. Húsnæði hennar tekið í notkun á Reykholtshátíð, 29. júlí árið 2000. Þar er almennings- og rannsóknarbókasafn og gestaíbúð fyrir fræðimenn. Snorrastofa veitir ferðamönnum þjónustu og fræðslu í Gestastofu á jarðhæð Reykholtskirkju – Snorrastofu. Reykholtshátíð er haldin árlega í tengslum við Kirkjudag Reykholtskirkju á Ólafsmessu á sumar.
Meðal fornminja í Reykholti eru Snorralaug með vatnsleiðslu, elsta mannvirki á Íslandi, forn jarðgöng sem liggja frá Snorralaug að bæjarstæði Snorra. Sturlungareitur er í kirkjugarði, þar sem Snorri Sturluson er öllum líkindum grafinn. Á undanförnum árum hefur verið unnið að viðamiklum fornleifarannsókn um í Reykholti. Vatni er veitt úr hvernum Skriflu í Snorralaug og önnur mannvirki staðarins.
