Skálholt

Uncategorized @is

Skálholt, kirkjustaður, vígslubiskupssetur og fyrrum skólasetur. Prentsmiðja var þar um nokkur ár og þar var unnið að fyrstu Nýja-testamentisþýðingu á Íslandi.
Margir örlagaríkir atburðir gerðust í Skálholti, svo sem aftaka Jóns Arasonar biskups og sona hans 1550. Minnismerki er þar um aftöku Jóns Arasonar.
Endurreisn Skálholtsstaðar hófst á 6. áratugnum. Hefur þar verið reist dómkirkja og þar er kirkjuleg menningar- og fræðslustofnun. Sumartónleikar í Skálholtskirkju eru haldnir fimm helgar í júlí og ágúst, þar er leikin barokk tónlist og er aðgangur ókeypis.