Garðskagi

Uncategorized @is

Garðskagi, ysta táin á Miðnesi. Árið 1847 var fyrsta leiðarmerkið fyrir sjófarendur, hlaðin grjótvarða, sett upp á Garðskaga. 1897 var gamli vitinn byggður.
Núverandi viti var byggður 1944. Í gamla vitanum er kort af Garðskagaflösinni þar sem merktir eru strandstaðir við Garðskaga og uppl. um ströndin. Akuryrkja var stunduð á Garðskaga fyrr á öldum og meiri en annars staðar. „Garðurinn“ sem skaginn og sveitarfélagið draga nafn af lá frá Útskálum að Kirkjubóli. Garðurinn er nokkuð siginn en sést þó greinilega milli húsa í Út-Garði.
Tjaldstæði erskammt frá vitanum og einnig Byggðasafn Garðskaga með m.a. einstöku vélasafni sem allar eru gangfærar.