Geysir

Uncategorized @is

Geysir, einn frægasti goshver í heimi og hafa aðrir goshverir víða um lönd verið nefndir eftir honum. Umhverfis hann mikil bunga úr hverahrúðri með skál í miðju, er hún um 18 m í þvermál.
Talið er að Geysir hafi byrjað að gjósa á 13. öld. Mjög dró úr gosum hans á fyrsta tug 20. aldar, uns þau hættu með öllu. Með sérstakri aðgerð var hann endurvakinn 1935 en hætti svo gosum að mestu þangað til stóra jarðskjálftann 17. júní 2000 er hann gaus að nýju. Gosin eru þó minni en áður og óregluleg. Geysisgos geta orðið um 60 m há og hin fegurstu.
Umhverfis Geysi er allstórt hverasvæði. Þar er nú Strokkur virkastur hvera og gýs allt að 30 metra gosi á 5 til 10 mínútna fresti. Sumir hveranna mjög litfagrir. Við Geysi er svonefnd Geysisstofa, þar er að finna undir einu þaki veitingasölu, verslun og margmiðlunarsýningu.