Stykkishólmur

Uncategorized @is

Stykkishólmur, fékk kaupstaðarréttindi 1987. Bærinn dregur nafn sitt af skeri sem fiskiskipabryggjan liggur út í.
Yfir sumartímann eru daglegar skoðunarferðir um Breiðafjörð með Sæferðum og bílaferjan Baldur tengir Snæfellsnesið við Vestfirði með siglingum yfir á Brjánslæk með viðkomu í Flatey.
Í Stykkishólmi hefur mikið kapp verið lagt í varðveislu gamalla húsa og setja þau sterkan svip á miðbæinn. Þeirra elst er Norska húsið, sem hýsir Byggðasafn Snæfellinga.
Árið 1845 hófust reglubundnar veðurmælingar í Stykkishólmi og eru elstu samfelldar veðurmælingar á landinu.
Árið 1879 var kirkja byggð í Stykkishólmi. Nýja kirkjan á Borginni, er áberandi kennileiti af sjó og landi þar haldnir tónleikar reglulega yfir sumarið.
Í Stykkishólmi er Vatnasafn. Safnið er sköpunarverk listakonunnar Roni Horn. Kjarninn í verkinu eru glersúlur. Í súlunum er vatn sem var safnað sem ís úr nokkrum helstu jöklum Íslands. Þar er einnig Eldfjallasafn. Veitingastaði og kaffihús má finna í Hólminum, auk hótela og annarra gististaða. Mjög gott tjaldstæði er við hlið 9 holu golfvallar, og sundlaug með rennibraut og heitum pottum með vottuðu náttúruvatni.