Bustarfell

Uncategorized @is
Bustarfell er fornt höfuðból og ein stærsta jörð í Vopnafirði. Jörðin hefur verið í sjálfsábúð sömu ættar frá 1532.
Torfbærinn, sem nú stendur þar er að hluta til síðan 1770. Búið var í bænum fram til 1966. Minjasafnið á Bustarfelli er til húsa í bænum og eru munir úr búi Methúsalems uppistaða safnsins. Hann lagði mikla rækt við að halda til haga gömlum munum úr bænum og í eigu Bustarfellsættarinnar.
Sérstaða safnsins felst þó að miklu leyti í því hversu glöggt hann miðlar breyttum búskapar- og lifnaðarháttum fólks allt frá því fyrir 1770 til þess er hætt var að búa í bænum árið 1966. Til að mynda eru þrjú eldhús í bænum sem öll segja sína sögu og tilheyra sínu tímabili.