Djúpivogur

Uncategorized @is

Verslun hófst á Djúpavogi á 16. öld. Þar er mjög gamalt verslunarhús, Langabúð. Húsið er talið frá 1790 og var reist af dönskum kaupmönnum. Í húsinu er sýning um líf og starf Ríkarðs Jónssonar (1888-1977) myndskera og myndhöggvara. Einnig er þar minningarstofa um Eystein Jónsson (1906-93) og konu hans Sólveigu Eyjólfsdóttur. Á lofti hússins má sjá ýmsa muni er tengjast sögu staðarins.
Við hlið Löngubúðar er fuglasafn og handverkshús. Djúpivogur og nágrenni er kjörið svæði til fuglaskoðunar, enda er fuglalíf fjölbreytt í hreppnum og við Fýluvog hefur verið sett upp fuglaskoðunarskýli.
Skógrækt Djúpavogs er ein af perlum svæðisins.