Vestmannaeyjar

Uncategorized @is

Vestmannaeyjar, eru ýmist taldar 15 eða 18. Allar hafa eyjarnar orðið til í neðansjávareldgosum. Yngsta eyjan, Surtsey, reis úr hafi 1963, en Surtseyjargosið stóð í tæp 5 ár. Árið 1973 gaus í Heimaey, einu eyjunni sem er byggð. Mikið hraun fór yfir hluta byggðar Heimaeyjar, yfir tæp 400 af 1.200 húsum sem þar voru. Fyrir 1973 bjuggu 5.300 manns í Eyjum en 2013 voru íbúar 4.135.
Fuglalíf Vestmannaeyja er mjög fjölskrúðugt og hvergi við Ísland verpa eins margar tegundir sjávarfugla.
Í Vestmannaeyjum er mjög glæsilegt fiskasafn með flestum íslensku nytjafiskunum. Golfvöllur, sundlaug, gönguferðir og skoðunarferðir á sjó, landi og úr lofti.
Sérstæð er Sprangan í Skiphellum, þar sem börn og unglingar læra bjargsig. Á Skanssvæðinu er eftirlíking af stafkirkju frá 10. öld, þjóðargjöf Norðmanna til Íslendinga á 1000 ára afmæli kristnitöku árið 2000.
Á Skansinum hefur einnig verið endurbyggt annað elsta húsið í Eyjum; Landlyst. Var það upphaflega byggt sem fæðingarheimili árið 1847 þegar ginklofi var landlægur sjúkdómur í Eyjum og 60-80% nýbura dóu úr honum.