Skógar

Uncategorized @is

Skógar, fyrrum skólasetur og höfuðból, kirkjustaður til 1890.
Þar er byggðasafn Rangæinga og Vestur Skaftfellinga. Á sýningarsvæðinu er eitt af brúarhöfunum úr gömlu brúnni yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Brúin var vígð árið 2003 með sömu skærum, sem nú eru á safninu, og notuð voru 3. september 1921 þegar klippt var á borðann við hina upphaflegu brú. Bygging brúarinnar á sínum tíma þótti afrek enda er Jökulsá á Sólheimsasandi „foráttuvatnsfall.“
Á Byggðasafninu á Skógum er Skógakirkja, byggð í 19. aldar stíl úr byggingarhlutum aflagðra kirkna í nærliggjandi sýslum. Stærsti safngripurinn í Skógum og án efa sá merkasti er áttæringurinn Pétursey, frægust skipa með brimsandalagi. Samgöngusaga þjóðarinnar er rakin á Samgöngusafni Íslands sem er til húsa í Byggðasafninu.