Nauthólsvík (S6)

Heitar laugar

GPS: 64.12127 -21.92793

nautholsvik.is

Í síðari heimstyrjöldinni voru miklar herbúðir og umsvif á vegum setuliðsins umhverfis flugvöllinn. Í Nauthólsvíkinni var aðstaða fyrir sjóflugvélar, sem voru mikilvægar í orrustunni um Atlantshafið.

Sumarði 2000 var ströndin í Nauthólsvík opnuð og ári síðar var þjónustumiðstöð tekin í notkun með búningsklefum, baðaðstöðu og veitingasölu (ís, sælgæti og gosdrykkir).

Við ákjósanlegustu aðstæður er hitastig sjávarlónsins innan grjótgarðanna 15–19 °C og pottarnir eru 30–39 °C heitir. Sjóböð eru mikið stunduð í sjónum við Nauthólsvík.

Lónið og pottarnir eru hitaðir upp með affallsvatni frá hitaveitugeymunum í Öskjuhlíð. Þar er vatn, sem hefur verið nýtt til upphitunar húsa borgarbúa.