Hraunfossar

Uncategorized @is
Hraunfossar, í nyrðri gljúfurbarmi Hvítár. Uppsprettuvatn streymir þar undan hraunlögum á um 1 km löngu svæði og fellur milli kletta og skógarteiga í ótal fossum niður í Hvítá. Fagrir og sérkennilegir. Þjónusta er við ferðamenn við Hraunfossa, göngubrýr og aðstaða góð til að skoða svæðið.