GPS: 65.84360 -22.67947
Í Heydal og nágrenni eru heitar laugar, pottar og sundlaug. Þar er rekin öflug ferðaþjónusta.
Það er náttúrulaug á Galtarhrygg. Sagt er að Guðmundur góði hafi vígt hana. Sögusagnir herma að fólk með ýmsa krankleika hafi talið laugarbað í Galtarhryggslaug veita sér bót meina.
Fjárhúsinu í Heydal var breytt í gróðurhús með suðrænum gróðri og þar er sundlaug og heitur pottur.
Utan dyra eru þrír pottar með fjörugrjóti og skeljasandi.