Geosea Geothermal Sea Baths (S8)

Heitar laugar

GPS: 66.0522073 -17.3641579

www.geosea.is

Sjóböðin – Geosesa eru í sérlega fallegu umhverfi út á Húsavíkuhöfða. Skjálfandaflóinn er fyrir neðan klettana þar sem böðin eru og Norður-heimskautsbaugurinn er við sjóndeildarhring.

Sjóböðin tóku til starfa sumarið 2018 og er mjög vinsælt að slaka þar á og njóta náttúrunnar.

Vatnið í böðunum er 38°-39°C heitt og er sérlega ríkt af steinefnum.