All posts by “Marcel Kircheis

Hraunfossar

Hraunfossar, í nyrðri gljúfurbarmi Hvítár. Uppsprettuvatn streymir þar undan hraunlögum á um 1 km löngu svæði og fellur milli kletta og skógarteiga í ótal fossum niður í Hvítá. Fagrir og sérkennilegir. Þjónusta er við ferðamenn við Hraunfossa, göngubrýr og aðstaða góð til að skoða svæðið.

Goðafoss

Goðafoss, í Skjálfandafljóti, einn af kunnustu og fallegustu fossum landsins. Hann er tvíklofinn og er hærri hluti hans um 15m hár. Skammt ofan við fossinn klofnar fljótið og myndar vesturkvísl þess eyju, Hrútey, og liggur hún vestan að Goðafossi. Sagt er að fossinn dragi nafn […]

Deildartunguhver

Deildartunguhver er vatnsmesti hver í Evrópu, gefur 200 lítra á sekundu af 100°C vatni. Leiða má líkum að því að vatnið sem kemur upp í Deildartunguhver hafi fallið sem regn á tímum Snorra Sturlusonar og hafi síðan hripað níður í berggrunninn og komist í snertingu […]

Bláa lónið (S1)

GPS: 63.87995 -22.44900 www.bluelagoon.is Bláa lónið, myndað af kísilauðugum jarðsjó sem er kældur niður í 70°C í orkuverinu í Svartsengi. Einstakt lífríki ásamt miklu magni af náttúrulegum steinefnum, kísil og sérstökum blágrænþörungi, sem mynda mjúkan hvítan leir í lóninu og gefa því sinn sérstaka bláa […]

Þingeyrarkirkja

Þingeyrar, mesta og söguríkasta höfuðból Húnavatnssýslu. Ein mesta jörð á landinu, engjalönd, afréttir, laxveiði og selveiði. Þar er steinkirkja sem Ásgeir Einarsson alþingismaður lét reisa 1864-65. Margir merkir gripir í kirkjunni. Á Þingeyrum var þingstaður til forna og þar sett fyrsta klaustur á Íslandi 1133 […]

Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjar, eru ýmist taldar 15 eða 18. Allar hafa eyjarnar orðið til í neðansjávareldgosum. Yngsta eyjan, Surtsey, reis úr hafi 1963, en Surtseyjargosið stóð í tæp 5 ár. Árið 1973 gaus í Heimaey, einu eyjunni sem er byggð. Mikið hraun fór yfir hluta byggðar Heimaeyjar, […]

Vatnsnes

Vatnsnes, skaginn milli Miðfjarðar að vestan og Húnafjarðar að austan. Á því hálendur, samfelldur fjallgarður, Vatnsnesfjall, hæst Þrælsfell 906 m. Vatnsnes er rómað selaskoðunarsvæði, en þar eru ein aðgengilegustu sellátur á landinu. Selatalningin mikla fer fram á Vatnsnesi í júlí ár hvert. Selasetur Íslands, Hvammstanga […]

Stykkishólmur

Stykkishólmur, fékk kaupstaðarréttindi 1987. Bærinn dregur nafn sitt af skeri sem fiskiskipabryggjan liggur út í. Yfir sumartímann eru daglegar skoðunarferðir um Breiðafjörð með Sæferðum og bílaferjan Baldur tengir Snæfellsnesið við Vestfirði með siglingum yfir á Brjánslæk með viðkomu í Flatey. Í Stykkishólmi hefur mikið kapp […]

Snæfellsjökull

Snæfellsjökull, megineldstöð (eldkeila) og eitthvert frægasta fjall á Íslandi, 1446 m hátt. Ekkert fjall rís þó hærra frá sjó, auk þess sem hann stendur stakur. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson gengu fyrstir nafnkenndra manna á jökulinn, 1. júlí 1753. Þótti það þá hin mesta háskaför […]

Skálholt

Skálholt, kirkjustaður, vígslubiskupssetur og fyrrum skólasetur. Prentsmiðja var þar um nokkur ár og þar var unnið að fyrstu Nýja-testamentisþýðingu á Íslandi. Margir örlagaríkir atburðir gerðust í Skálholti, svo sem aftaka Jóns Arasonar biskups og sona hans 1550. Minnismerki er þar um aftöku Jóns Arasonar. Endurreisn […]